Opnið gluggann Forði til ráðstöfunar.

Hægt er að nálgast gluggann Forði til ráðstöfunar úr forðaspjaldi. Í glugganum er samantekt um forðagetu. Glugganum er skipt niður í línur sem sýna eftirfarandi atriði: alla afkastagetu, úthlutað magn á verk í pöntun, afkastagetu sem úthlutað er á verk í tilboðum, til ráðstöfunar eftir pöntun og eftirstandandi afkastagetu eftir öll verk sem eru í tilboði eða pöntun.

Í dálknum Byrjun tímabils, sem er vinstra megin, eru dagsetningar sem eru ákvarðaðar með því tímabili sem hefur verið valið. Tímabilinu er breytt í reitnum Skoða eftir.

Þegar skrunað er upp og niður reiknar kerfið upphæðirnar eftir því tímabili sem er valið.

Dálkarnir í glugganum sýna eftirfarandi:

Upphaf tímabils

Í þessum dálki eru raðir af dagsetningum eftir tilteknu tímabili.

Heiti tímabils

Í þessum dálki er heiti tímabils.

Geta

Í þessum dálki er heildarafkastageta tilsvarandi tímabils sem fært er inn í gluggann Forðageta.

Magn í pöntun

Í þessum dálki eru mælieiningatölurnar sem ráðstafað er verkum með stöðuna Pöntun.

Til ráðstöfunar eftir pöntun

Til ráðstöfunar eftir pöntun = Geta - Magn í pöntun

Verktilboð - úthlutun

Í þessum dálki eru mælieiningatölur sem ráðstafað er verkum með stöðuna Tilboð.

Nettó til ráðstöfunar

Nettó til ráðstöfunar = Geta - Magn í pöntun - Úthlutun verktilboða

Ábending